Dulmál, mælingar og valverkefni

Leitað að réttri mynd og kíkt á stafinn.

Í dag fóru nemendur á yngsta stigi og leikskólahópur í dulmálsleik sem fólst í því að leysa dulmál sem vísaði á ákveðinn stað. Síðan þurfti að fara á þann stað og finna orð. Orðin sem nemendur söfnuðu saman áttu að mynda merkingarbæra setningu.

Dulmálið er byggt upp á myndum. Myndirnar hengdu nemendur um allan skóginn. Aftan á hverri mynd er bókstafur.
Þegar hver hópur hafði fengið blað með myndaröð varð hann að fara af stað og skrá niður stafina sem tilheyrðu myndunum. Þá varð til stafarugl sem raða þurfti í staðarheiti. Sá hópur sem fyrstur varð til að safna saman orðum og mynda setningu vann dulmálsleikinn.
Hóparnir voru aldursblandaðir  og mjög virkir. Það var ófrávíkjanleg regla að hópurinn varð að ferðast saman við lausn verkefnisins.

Miðstigshópur vann mælingaverkefni sem fólst í því að mæla ummál og flatarmál ýmissa staða á skólalóðinni og nemendur á efsta stigi unnu að valverkefnum sínum, smíðum og myndabandagerð.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s