Skynjun og hættur í umhverfinu

Í útinámi í dag gengu nemendur á miðstigi um Borg og skrásettu og mynduðu hættur sem leynast í umhverfinu á meðan efsta stigið vann við valverkefnin sín.

Skynjun var viðfangsefni útinámstímans hjá yngsta stigi og leikskólahóp sem var skipt í fjórahópa er skiptust á að fara á fjórar stöðvar í tímanum, u.þ.b. fimmtán mínútur hver.
Ein stöðin var blindrastöð sem staðsett var á afgirtri lóð leikskóladeildar. Þar unnu saman pör þar sem annar aðilinn í parinu var sjáandi og þurfti að leiða félaga sinn um og leiðbeina, en sá var með bundið fyrir augun.
Á næstu stöð þurfti að fylgja ákveðnum stíg og finna minnst tíu hluti sem ekki áttu heima í náttúrunni og skrá á blað, ekki mátti taka hlutina með sér.
Á þriðju stöðinni átti að finna hluti í náttúrunni með ákveðinni áferð eða lögun og koma með til kennara. T.d. harða, mjúka, oddhvassa, rúnaða, hrufótta, slétta, létta, þunga,  langa, stutta, stóra og litla.
Á fjórðu stöðinni áttu nemendur að leggja á minnið hluti sem síðan var breytt yfir og einn hlutur fjarlægður eða einum hlut bætt við. Síðan var ábreiðan tekin og nefna þurfti hlutinn.
Verkefnin tókust mjög vel og nemendur voru ánægðir með stöðvarnar.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s