Umhverfisdagar 2017

Matarlaukar í pokum úr “beljunni”.
Jarðaberjplöntur.
Þetta er allt að smella.
Búið að laga garðinn og farið að setja niður.
Kryddjurtakassi.
Moldinni mokað í kassana.
Rammar smíðaðir utan um nýju moltuholurnar.
Sólarpása
Farið yfir leikreglur í “Flaggið fangað”.
Bátasmiðir.

Þann 4. og 5. maí héldum við okkar árlegu umhverfisdaga. Að venju vorum við með stöðvar þar sem grunnskólabörn og leikskólabörn unnu saman í aldursblönduðum hópum. Stöðvarnar okkar voru smíðastöð, hreinsunarstöð og garðyrkjustöð. Á smíðastöð voru flestir að smíða báta sem við getum vonandi tekið með okkur í Þingvallaferðina, stóru strákarnir notuðu dagana til þess að leggja lokahönd á rampinn og nokkrir smíðuðu ramma utan um nýju moltuholurnar. Á hreinsunarstöð voru sópaðar stéttar og týnt rusl á skólalóð og í næsta nágrenni við skólann auk þess sem kurlað var í göngustíga. Á garðyrkjustöðinni var lagaður kartöflugarðurinn, settar niður kartöflur og sáð gulrótum. Einnig voru fylltir gróðurkassar af mold og gróðursettar í þá jarðaberjaplöntur, matarlaukar og kryddjurtir. Töluvert var líka grisjað úr skóginum á skólalóðinni.
Veðrið lék við okkur báða dagana og enduðum við þá í skóginum úti á tjaldsvæði þar sem allir fóru í leikinn “Flaggið fangað”.
Það er einstaklega gaman að fylgjast með því hversu duglegir nemendur eru að taka þátt í verkefnum umhverfisdaganna og þeir sem eldri eru kunna orðið svo vel til verka að varla þarf leiðsagnar við.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s