Umhverfisnefnd

Hlutverk fulltrúa í umhverfisnefnd

  • Sitja fundi umhverfisnefndar sem fulltrúar sinna bekkjardeilda.
  • Að hausti þurfa fulltrúar að passa að umhverfissáttmáli sé í kennslustofunni/á deildinni og fara yfir hann.
  • Að hausti þurfa fulltrúar að passa að merkingar á flokkunarboxum, moltufötu, hænsnafötu, við ljós og vask séu til staðar.
  • Fara yfir gátlista með samnemendum/hópfélögum einu sinni í mánuði og merkja við.
  • Spyrja samnemendur/félaga sína hvort þeir hafi erindi eða spurningar á fundi umhverfisnefndar.
  • Taka ákvarðanir um þemu vetrarins og koma með hugmyndir að verkefnum þeim tengdum.

22. september 2017

Advertisements