Námsmat

 

Aðalnámskrá grunnskóla segir að námsmat skuli vera leiðbeinandi, matsaðferðir fjölbreyttar og í samræmi við hæfniviðmið, endurspegla áherslur í kennslu og taka mið af nemendum. En fremur að hjálpa nemendum til raunhæfs sjálfsmats, gera þeim grein fyrir markmiðum náms og hvernig miðar í átt að þeim.
Við námsmat í útinámi hefur verið notuð viðmiðatafla (rubrics) sem unnin var af kennurum skólans á námskeiði í leiðsagnarmati. Viðmiðataflan er notuð að loknum verkefnum eða viðfangsefnum. Með henni er metin virkni og hæfni nemenda. Virkni og hæfni sem þeir þurfa að beita í kennslustund. Er þá merkt við þætti sem unnið hefur verið með hverju sinni á kvarðanum; Ágætt, á góðri leið og þarf að þjálfa, allt eftir því hvað við á. Allt fram til vorsins 2016 fengu nemendur Kerhólsskóla afhent námsmat í námsmatsmöppum.  Matskvarðinn var þá þrískiptur og áhersla lögð á leiðsagnarmat.
Skólaárið 2017-2018 var tekin ákvöðun um að færa námsmat alfarið yfir í Mentor. Kennarar í útinámsteyminu hafa því verið að vinna námsskrá fyrir útinámið í Mentor og fá nemendur nú á vordögum fyrsta skipti útinámið metið í því kerfi. Í útinámsnámskrá eru valin metanleg hæfniviðmið  úr Skólanámskrá Árnesþings allt eftir því hver viðfangsefni útinámstímans gefa tilefni til. 

Sjálfsmat nemenda fer líka oft fram að loknum útinámstímum á þar til gert eyðublað.

30. apríl 2018

Advertisements