Útinámið í dag

Í dag er útinám í grunnskóladeild fastur tími í stundatöflu einu sinni í viku, áttatíu mínútur í senn. Í útinámstíma fara allir nemendur grunnskóladeildar og elsti árgangur í leikskóladeild. Þessir tímar eru skipulagðir og undirbúnir af útinámsteymi skólans.

Þar sem allir aldurshópar fara út á sama tíma er auðvelt að aldursblanda hópnum eða skipta honum niður á ýmsa vegu allt eftir viðfangsefnum.

Þess utan fara nemendur í grunnskóladeild í útinám í öðrum kennslustundum hjá faggreina- og umsjónarkennurum þegar það á við og hentar viðfangsefni. Sérstaklega haust og vor.

Í  leikskóladeild er gjarnan farið í skógarferðir með tvo elstu hópana í leikskóladeild ýmist á skólalóð eða í skóginn við tjaldsvæðið sem er skammt frá skólanum.

26. september 2017

Advertisements