Gönguferðir

Gönguferðir á fell og fjöll í nágrenni skólans eru fastur liður í skólastarfi Kerhólsskóla. Þegar fyrst var farið að móta áætlun um vettvangsferðir skólans var gert ráð fyrir þremur slíkum ferðum á grunnskólagöngu hvers nemanda.

Þessum ferðum hefur þó fjölgað til muna og er nú farið í lengri gönguferðir á nær hverju skólaári. Gefst á þessum ferðum frábært tækifæri til þess að kynnast nærumhverfinu, lesa náttúruna, læra örnefni, fá góða hreyfingu, læra að búa sig með tilliti til veðurs, styrkja tengsl milli nemenda og tengsl á milli nemenda og kennara.

Hér að neðan eru skráðar lengri gönguferðir sem nemendur Kerhólsskóla hafa farið í síðast liðin ár:

Mosfell í Grímsnesi,  vor 2008 og haust 2016 – allir nemendur í grunnskóladeild

Hestfjall í Grímsnesi, haust 2009 – allir nemendur í grunnskóladeild

Kerhóll í Grímsnesi, vor 2010 – allir nemendur í grunnskóladeild

Þingvellir í Bláskógabyggð, haust 2011 – allir nemendur í grunnskóladeild

Vörðufell í Bláskógabyggð, haust 2012 – allir nemendur í grunnskóladeild

Bíldsfell í Grafningi, haust 2013 – allir nemendur í grunnskóladeild

Hellaskoðun í Gjábakkahrauni, vor 2015 – allir nemendur í grunnskóladeild

Kerið og Kolviðarhóll í Grímsnesi, vor 2016 – allir nemendur í grunnskóladeild

Háifoss og Gjáin í Þjórsárdal, haust 2016 – nemendur á unglingastigi.

Arnarfell við Þingvallavatn, vor 2017 – allir nemendur í grunnskóladeild.

Kerlingarfjöll í Hrunamannahrepp, haust 2017 – nemendur á unglingastigi.

Úlfljótsvatnsfell í Grafningi, vor 2018 – allir nemendur í grunnskóladeild.

30. apríl 2018

 

Advertisements