Tímarit

Netla er veftímarit um uppeldi og menntun. Hér á eftir er vísað á fjórar greinar úr Netlu. Þar af þrjár ritrýndar.

Hlutverk útiumhverfis í námi barna eftir Kristínu Norðdahl, birt í sérriti um útinám 2015.
Í greininni er sagt frá rannsókn sem miðaði að því að rannsaka hlutverk útinámsumhverfis í námi barna.

Grennd skóla sem uppspretta náms: Samanburður á tengslum skóla og nærumhverfis í Minnesota og á Íslandi eftir Gerði Óskarsdóttur, birt í sérriti um útinám 2015.
Greint er frá samanburðarrannsókn sem hafði það að markmiði að skýra tengsl grunnskóla, á Íslandi og í Bandaríkjunum, við nærumhverfi sitt með það að leiðarljósi að skólar geti lært hver af öðrum.

Hjarta mitt sló með þessum krökkum: Reynsla leiðbeinenda af hópvinnu með ungmennum úti í náttúrunni eftir Hervöru Ölmu Árnadóttur og Sóleyju Dögg Hafbergsdóttur, birt í sérriti um útinám 2015.
Greint er frá niðurstöðum rannsóknar á reynslu fagmanna sem hafa leitt meðferðarhópa fyrir börn og unglinga, leitast er við að svara því hvaða þekkingu og tilfinningalegu hæfni þurfi til þess að ná árangri.

Á sömu leið, Útikennsla á tveimur skólastigum. Grein eftir Kristínu Norðdahl og Gunnhildi Óskarsdóttur, birt í ráðstefnuriti Netlu – Menntakvika 2010.
Í greininni er sagt frá starfeindarannsókn sem átti að stuðla að samstarfi kennar í leik- og grunnskólum, auka tengsl skólastiganna og skapa samfellu í námi ungra barna.

25. nóvember 2016

Advertisements