Vefsíður

Útikennsla.is er vefsíða sem fylgir bókinni Útikennsla og útinám sem var fjallað um á bókasíðunni hér á undan. Á þessari vefsíðu er meðal annars að finna námsefni, hugmyndabanka, kennsluáætlanir, fjölda vefsíðna og fræðsluefni sem styrkt getur útinám í skólastarfi.

Leikjavefurinn er vefsíða sem hefur að geym um 400 leiki ásamt öðru efni sem tengist notkun leikja í skólastarf. Leikir er kennsluaðferð sem er frábært að nýta með öðrum aðferðum í útinámi og því getur verið gott að kíkja á þessa síðu við undirbúning.

Green schools er vefsíða hjá The guardian sem tileinkuð er grænum skólum og útinámi. Þar eru ýmsar greinar, hugmyndir og spjallþræði sem tengjast útinámi.

Útinám.is er vefur áhugafólks um útinám á Íslandi. Á honum er að finna góða tengla á leikskóla sem vinna markvisst með útinám, þar er bent á góðar og áhugaverðar greinar og fjallað um strauma í löndunum í kringum okkur og hvað er að gerast í útináminu þar. Einnig eru samtökin með fésbókarsíðu þar sem einnig fer fram umræða um útinám.

Náttúruskólinn.is er vefsíða sem ekki hefur verið vel við haldið en þar er að finna verkefnabanka og bókalista sem nýst geta kennurum.

25. nóvember 2016

Advertisements